Einar Ásbjörn fimmtugur
Einar Ásbjörn Ólafsson, aðstoðarþjálfari okkar Keflvíkinga, er fimmtugur í dag, 7. júní. Einar Ásbjörn tók við stöðu aðstoðarþjálfara í vor en það eru ekki alveg fyrstu afskipti kappans af liðinu. Hann lék um 200 leiki með meistaraflokki Keflavíkur á árunum 1976-1994. Þar af lék Einar 140 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skoraði í þeim 24 mörk en hann er enn í 9.-10. sæti yfir markahæstu leikmenn félagsins frá upphafi. Einar Ásbjörn lék einnig með Víði, Fram og Grindavík á sínum tíma og þá lék hann 3 landsleiki auk leikja með öllum yngri landsliðum Íslands. Knattspyrnudeild sendir Einari innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins og vonar að hann og fjölskylda hans eigi ánægjulegan dag. Þá er mjög ánægjulegt að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi orðið við beiðni Einars um að skipuleggja landsleiki um helgina svo hann fengi stutt frí frá Keflavíkurliðinu til að njóta afmælisins.
Myndir: Jón Örvar