Fréttir

Knattspyrna | 13. maí 2011

Einar Orri í æfingahópi U-21 árs liðsins

Einar Orri Einarsson er í 40 manna æfingahópi U-21 árs landsliðsins sem tilkynntur hefur verið vegna úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar.  Einar er einn af fjórum leikmönnum í hópnum sem ekki hafa leikið með U-21 árs liðinu en hann á að baki leiki með yngri landsliðum Íslands.  Einar Orri er 21 árs gamall en lék fyrst með meistaraflokki árið 2005.  Hann hefur leikið 53 leiki fyrir Keflavík í efstu deild, 8 bikarleiki og 4 Evrópuleiki.

Mynd: Einar Orri í leiknum gegn FH í vikunni. (Mynd frá Víkurfréttum).