Einar Orri og Viktor á U18 æfingar
Einar Orri Einarsson og Viktor Guðnason hafa verið valdir á úrtaksæfingar fyrir U18 ára landslið karla. Einar Orri og Viktor spila með 2. flokki og eru einnig í meistaraflokkshópnum hjá Keflavík. Einar Orri hefur þegar leikið nokkra leiki með Keflavík og Viktor hefur verið í leikmannahópnum í nokkrum leikjum í sumar. Æfingarnar fara fram á Tungubökkum í Mosfellsbæ dagana 29. og 30. júlí og eru fyrir U18 og U19 ára landsliðin. Æfingarnar fara fram undir stjórn Guðna Kjartanssonar sem þjálfar bæði liðin. Við óskum strákunum góðs gengis.
Einar Orri og Viktor.
(Myndir: Jón Örvar Arason)