Einar Orri skrifar undir
Einar Orri Einarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Keflavík og samið við félagið til þriggja ára. Einar er aðeins 18 ára gamall en hefur leikið með meistaraflokki undanfarin þrjú ár. Hann hefur þegar leikið 12 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og er einn okkar efnilegasti leikmaður. Einar hefur einnig leikið með unglingalandsliðum Íslands. Það er ánægjulegt að enn einn efnilegur leikmaður okkar hafi skrifað undir samning við félagið og við eigum örugglega eftir að sjá mikils til Einars Orra og annarra ungra leikmanna á næstu árum.
Einar Orri við Keflavíkurfánann.
Einar og Kristján þjálfari.
Rúnar formaður, Einar Orri og Hjördís gjaldkeri ganga frá samningnum.