Einir á toppnum eftir sigur á Haukum
Keflavíkurliðið náði forystu í 1. deildinni með 2-0 sigri á Haukum á Ásvöllum í gærkvöldi. Það voru framherjarnir Magnús Þorsteinsson og Þórarinn Kristjánsson sem skoruðu mörkin, sitt í hvorum hálfleiknum. Eftir leikinn hafa öll liðin í deildinni leikið sex leiki og er Keflavík efst með 15 stig, Víkingur er með 12 stig og Þór 11 stig.
Næsti leikur Keflavíkur í deildinni er á föstudaginn en þá verður leikið gegn HK á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 20:00.