Fréttir

Knattspyrna | 22. júní 2005

Einn nýklipptur

Eins og áhorfendur hafa tekið eftir hafa nokkrir leikmenn Keflavíkurliðsins mæta vel klipptir til leiks í sumar.  Ástæðan er að allir þeir sem spila sinn fyrsta leik fyrir Keflavík lenda í nýliðaklippingu hjá fyrirliðanum Gumma Steinars.  Ef menn ekki þora þá borga þeir í sjóð leikmanna og flestir þeir sem eru að spila sinn fyrsta leik hafa fengið klippingu... annars tæmist buddan.  Nú var komið að Stefáni Erni Arnarsyni sem nýlega hóf að leika með liðinu.  Markmannsþjálfarinn og ljósmyndarinn Jón Örvar fylgdist með og festi þennan merka atburð á filmu (eða reyndar minnisdisk).  Það er því ljóst að Stefán mun mæta snyrtilegur til næsta leiks...


Gummi byrjar klippinguna.


Baldur var hress með þetta enda nýbúinn að lenda í klippingu.


Helvíti flottur!


Gummi að verða búinn og Stebbi bara nokkuð sáttur.