Einstaklingar komnir í áheitin
Eins og við höfum sagt frá hafa fyrirtæki verið að heita á Keflavíkurliðið takist því að landa sigri í Landsbankadeildinni og nú vilja fleiri bætast í hópinn.
"Ég sé að fyrirtæki eru farin að heita á liðið ef það klárar dæmið. Að mínu mati ættu einstaklingar einnig að heita á félagið sitt og því ætla ég að heita 20.000 kr. á strákana ef þeir fara alla leið. Ég skora á fleiri einstaklinga og fyrirtæki að koma í kjölfarið og vona að fyrrverandi leikmenn taki þátt."
Áfram Keflavík,
Kristján Helgi Jóhannsson
fyrrverandi leikmaður Keflavíkur