Eitt og annað af Landsbankadeildinni
Nú þegar eru liðnar 12 umferðir í Landsbankadeild karla þá eru Keflvíkingar í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig og eru 11 stigum á eftir hinu frábæra liði FH sem trónir á toppnum með 29 stig. Valur er í öðru sæti með 19 stig. Stutt er á milli Keflavík og neðstu liða og munar aðeins sex stigum í ÍA sem er í næðst neðsta sæti með 12 stig. Það er sem sagt stutt á milli hláturs og gráturs í þessari deild.
Gulu og rauðu
Keflavík hefur nælt sér í 21 gult spjald og 4 rauð í þessum tólf leikjum sem spilaðir hafa verið. Rauðu spjöldin fengu þeir Buddy Farah á móti Fylki úti, Guðmundur Mete á móti ÍA heima og Stefán Örn Arnarson gegn Grindavík úti. Auk þess fékk Kristján nokkur Guðmundsson bann eftir Skagaleikinn hér heima, hversu sanngjarnt sem það var nú. Við erum í topp þrjú varðandi spjöldin og það er nokkuð víst að við munum ekki taka Drago-styttuna sem við höfum unnið tvö síðustu ár.
Skot á mark
Keflavík hefur oftast skotið á markið eða alls 166 sinnum, 90 þeirra hafa hitt rammann og mörkin eru alls 23. Valur hefur skotið 162 sinnum, 82 sinnum hitt á markið og skorað 20 mörk. Í neðsta sæti er ÍBV með 109 skot, 39 á markið og 11 mörk.
Aðsókn
Samkvæmt Morgunblaðinu erum við í þriðja sætinu í aðsókn á völlinn. Þá erum við að tala um sex heimaleiki. Keflavík hefur fengið 6.863 áhorfendur sem gera 1.144 að meðaltali á leik. FH er á toppnum með 11.635 áhorfendur eða 1.939 að meðaltali. Þar er ÍBV á botninum með 3.913 og meðaltal 652. Þetta eru ekki staðfestar tölur.
Leikir sem eftir eru í Landsbankadeildinni
9. ágúst KR-Keflavík
20. ágúst Keflavík-FH
24. ágúst ÍA-Keflavík
10. sept Keflavík-Fylkir
17. sept Keflavík-Valur
23. sept Breiðablik-Keflavík
Strákarnir okkar hafa oft haft ástæðu til að fagna í sumar.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)