Eldri flokkur Íslandsmeistari
Eldri flokkur Keflavíkur varð í gær Íslandsmeistari, annað árið í röð. Liðið sigraði þá lið ÍR 3-2 en leikurinn var uppgjör tveggja efstu liða deildarinnar. Jakob Már Jónharðsson skoraði tvö mörk í leiknum og Sverrir Þór Sverrisson eitt. Árangur Keflavíkur hefur verið mjög glæsilegur í sumar en liðið vann átta leiki af níu, gerði eitt jafntefli og var með markatöluna 44-16. Við óskum piltunum til hamingju með titilinn.
Myndir: Jón Örvar
Hinn sigursæli (og gullfallegi) eldri flokkur Keflavíkur.
Gunnar Magnús Jónsson fyrirliði tekur við bikarnum
úr hendi Rúnars Arnarsonar, stjórnarmanns KSÍ.
Óli P. ver með tilþrifum.