Eldri flokkur: Keflavík mætir ÍR í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn
Eldri flokkur Keflavíkur leikur úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn n.k. miðvikudag gegn ÍR. Leikið verður í Egilshöll og hefst leikurinn kl. 18:30. Keflavík sigraði lið Carls í undanúrslitum 8 - 7 eftir vítaspyrnukeppni í s.l. viku og ÍR ingar sigruðu Víking R. 4 - 1. Í ár er sú nýbreytni að úrslitakeppni er haldin í eldri flokki. Tvö s.l. ár hefur verið keppt í einum riðli en í ár voru riðlarnir tveir. Það hefur atvikast þannig að lokaleikurinn s.l. tvö ár hefur verið á milli Keflavíkur og ÍR, í bæði skiptin var um hreinan úrslitaleik að ræða. Það má því búast við hörkuleik í Egilshöll á miðvikudaginn þar sem Keflvíkingar stefna ótrauðir á að verja Íslandsmeistaratitilinn sem þeir hafa unnið s.l. tvö ár.
Þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína í Reykjaneshöll á leikinn gegn Carl voru ekki sviknir, þar var um ósvikna skemmtun og spennu að ræða og ekki má búast við síðri skemmtun á miðvikudaginn þegar Íslandsmeistaratitillinn er í húfi.
ÁFRAM KEFLAVÍK !!!
Ragnar Steinarsson verður í eldlínunni í úrslitaleiknum gegn ÍR á miðvikudaginn.