Eldri flokkur: Leiktíðin hafin hjá Íslandsmeisturunum
Eldri flokkur Keflavíkur varð Íslandsmeistari tvö s.l. tímabil og á því titil að verja þetta árið. Liðið hefur nú þegar 6 stig að loknum tveimur umferðum og er á kunnulegum slóðum í töflunni, á toppnum. Liðið byrjaði á því að bursta granna sína úr Reyni Sandgerði 14 - 5! Þar kom ekki á óvart að markahrókurinn Jakob Már Jónharðsson var iðnastur í markaskorun og setti 6 mörk og Zoran Daníel gerði 2 mörk. Aðrir sem komust á blað með eitt mark voru: Sverrir Þór Sverrisson, Sigmar Scheving, Karl Finnbogason, Ragnar Steinarsson, Kristján Geirsson og Ingvar Georgsson.
Lið Keflavíkur var þannig skipað:
Jakob Már Jónharðsson
Zoran Daníel Ljubicic
Karl Finnbogason
Kristinn Guðbrandsson
Ragnar Steinarsson
Ingvar Georgsson
Haukur Benediktsson
Sverrir Þór Sverrisson
Jóhann Steinarsson
Kristján Freyr Geirsson
Friðrik Bergmannsson
Sigmar Birgisson Scheving
S.l. miðvikudag átti svo að fara fram leikur gegn ÍR í Reykjaneshöll en lið ÍR mætti ekki til leiks og því fyrirhafnalítill 3 - 0 sigur staðreynd.
Staðan í eldri flokki (A - riðli)
Næsti leikur eldri flokks er gegn Breiðablik og verður leikið í Fífunni mánudaginn 25. maí kl. 19:00. Blikar eru með mjög öflugt lið, en leikir þessara liða s.l. 2 ár hafa endað með jafntefli.
Íslandsmeistarar eldri flokks 2008