Fréttir

Knattspyrna | 24. maí 2009

Eldri flokkur: Leiktíðin hafin hjá Íslandsmeisturunum

Eldri flokkur Keflavíkur varð Íslandsmeistari tvö s.l. tímabil og á því titil að verja þetta árið.  Liðið hefur nú þegar 6 stig að loknum tveimur umferðum og er á kunnulegum slóðum í töflunni, á toppnum. Liðið byrjaði á því að bursta granna sína úr Reyni Sandgerði 14 - 5!  Þar kom ekki á óvart að markahrókurinn Jakob Már Jónharðsson var iðnastur í markaskorun og setti 6 mörk og Zoran Daníel gerði 2 mörk. Aðrir sem komust á blað með eitt mark voru: Sverrir Þór Sverrisson, Sigmar Scheving, Karl Finnbogason, Ragnar Steinarsson, Kristján Geirsson og Ingvar Georgsson. 

Lið Keflavíkur var þannig skipað:
Jakob Már Jónharðsson
Zoran Daníel Ljubicic
Karl Finnbogason
Kristinn Guðbrandsson
Ragnar Steinarsson
Ingvar Georgsson
Haukur Benediktsson
Sverrir Þór Sverrisson
Jóhann Steinarsson
Kristján Freyr Geirsson
Friðrik Bergmannsson
Sigmar Birgisson Scheving

Leikskýrsla á ksi.is

S.l. miðvikudag átti svo að fara fram leikur gegn ÍR í Reykjaneshöll en lið ÍR mætti ekki til leiks og því fyrirhafnalítill 3 - 0 sigur staðreynd.

Staðan í eldri flokki (A - riðli)

Næsti leikur eldri flokks er gegn Breiðablik og verður leikið í Fífunni mánudaginn 25. maí kl. 19:00.  Blikar eru með mjög öflugt lið, en leikir þessara liða s.l. 2 ár hafa endað með jafntefli.

 


Íslandsmeistarar eldri flokks 2008