Eldri flokkur: Suðurnesjaslagur í kvöld
Í kvöld, þriðjudaginn 24. júní, leika Íslandsmeistarar Keflavíkur í eldri flokki gegn grönnum sínum úr Reyni Sandgerði. Þetta er annar leikur Keflavíkur á Íslandsmótinu í ár en liðið sigraði Val 6 - 3 í fyrsta leik sínum sem fram fór á Hlíðarenda. Leikurinn í kvöld hefst kl. 20:00 og verður spilað á Iðavöllum 7.
|