Fréttir

Knattspyrna | 30. maí 2010

Eldri flokkur: Titilvörnin hófst á sigri gegn Fylki

Íslandsmeistarar Keflavíkur í eldri flokki hófu titilvörn sína í Árbænum s.l. miðvikudag þegar leikið var gegn Fylki.  Leikur Keflavíkur var ekki upp á marga fiska og var mikill "vorbragur" á leik liðsins. Keflavíkur-"piltarnir" gerðu þó nóg til að innbyrða sigur í leiknum.  Garðar Már Newman kom Keflavík yfir í fyrri hálfleik 0-1.  Fylkismenn jöfnuðu úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en Keflvíkingar svöruðu með tveimur mörkum frá Jóhanni B. Magnússyni áður en yfir lauk.

Næsti leikur eldri flokks er gegn Víking R. þriðjudaginn 1. júní kl. 20:00 og verður leikið á Iðavöllum (gamla svæðinu).

Lið Keflavíkur:
Ólafur Pétursson (m), Jakob Már Jónharðsson, Guðmundur Þór Brynjarsson, Kristinn H. Guðbrandsson, Garðar Már Newman, Sigmar B. Scheving, Jóhann B. Magnússon, Ólafur Þór Gylfason, Georg Birgisson og Jón Ingi Jónsson.

Leikskýrsla á ksi.is
Staðan í eldri flokki


Ólafur Pétursson stóð á milli stanganna í eldri flokki og átti stórgóðan leik,
er í topp formi "drengurinn". Vantar meistaraflokk ekki markvörð??


Jóhann B. Magnússon kemur vel undan vetri og setti tvö mörk gegn Fylki.


Kristinn H. Guðbrandsson, aðstoðarþjálfari Fylkis, brá sér í
Keflavíkurbúninginn með eldri flokki og átti skínandi leik gegn Fylkismönnum.