Fréttir

Knattspyrna | 12. mars 2012

Elías Már í U-17 ára liðinu

Elías Már Ómarsson er í U-17 ára landsliðinu sem leikur í milliriðli Evrópukeppninnar.  Riðillinn fer fram í Skotlandi dagana 20.-25. mars en þar leika Íslands, Skotland, Danmörk og Litháen.  Sigurvegari riðilsins tryggir sér sæti í úrslitakeppninni sem leikin verður í Slóveníu og hefst 4. maí.  Elías Már er fæddur árið 1995 og leikur nú með 2. flokki Keflavíkur en hann lék einmitt með íslenska U-17 ára liðinu sem varð Norðurlandameistari síðasta sumar.  Við óskum Elíasi Má og félögum hans góðs gengis í keppninni.