Fréttir

Elías Már í U-21 árs landsliðið
Knattspyrna | 27. ágúst 2014

Elías Már í U-21 árs landsliðið

Elías Már Ómarsson hefur verið valinn í U-21 árs landsliðshóp Íslands sem leikur tvo leiki í byrjun september.  Liðið leikur gegn Armeníu á Fylkisvelli 3. september og mætir svo Frakklandi á Abbé-Deschamps í Auxerre 8. september.  Þess má geta að Elías Már er eini nýliðinn í hópnum að þessu sinni.  Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason er einnig í hópnum en hann leikur nú með Norrköping í Svíþjóð.

Elías Már er reyndar aðeins 19 ára gamall, fæddur árið 1995.  Hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Keflavík í sumar en hann á að baki 32 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim sex mörk.  Elías á þegar að baki 12 leiki með U-19 ára landsliðinu og 9 leiki með U-17 ára landsliðinu.

Við óskum Elíasi Má og félögum hans í landsliðinu góðs gengis í leikjunum framundan.