Ellabikarinn 2025
Á dögunum voru veitt einu einstaklingsverðlaun sem veitt eru til iðkanda í yngri flokkum. Þessi verðlaun eru okkur Keflvíkingum afar mikilvæg en það er Ellabikarinn en hann er veittur til minningar um Elis Kristjánsson heitinn sem starfaði sem þjálfari hjá Keflavík í mörg ár. Ellabikarinn hlýtur ár hvert sá iðkandi sem hefur sýnt framúrskarandi karakter á liðnu tímabili og sýnt fram á hæfileika ekki eingöngu inná fótboltavellinum heldur fyrst og fremst utan vallarins. Sem dæmi verið jákvæður leiðtogi, sýnt dugnað og vinnusemi á tímabilinu jafnvel þótt á móti blási og er framar öllu Sannur Keflvíkingur.
Í ár hlýtur Guðjón Leifur Einarsson Ellabikarinn en hann hefur stundað knattspyrnu með Keflavík frá því hann var 4 ára gamall. Guðjón Leifur er með framúrskarandi mætingu á æfingar, leggur sig alltaf allan fram á æfingum og í leikjum. Í byrjun síðasta tímabils gekkst hann undir aðgerð en þrátt fyrir að hann gæti ekki tekið þátt í æfingum var hann þó duglegur að mæta og fylgjast með. Guðjón kom svo frábærlega til baka og spilaði mjög vel en meiddist svo um mitt sumar og var frá í nokkrar vikur en kom svo aftur inn í lok tímabilsins af miklum krafti. Guðjón Leifur gefst ekki upp þrátt fyrir mótlæti og er sannarlega sannur Keflvíkingur.
Til hamingju Guðjón Leifur!
