Fréttir

Elton Barros til Keflavíkur
Knattspyrna | 20. desember 2018

Elton Barros til Keflavíkur

 
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur komist að samkomulagi við Hauka um að sóknarmaðurinn Elton Barros flytji sig suður með sjó. Elton sem er ættaður frá afríkuríkinu Cape Verde kom til Íslands árið 2014 og spilaði með Selfossi þar til 2015 er hann færði sig yfir til Hauka. Elton er stór og öflugur framherji sem hefur skorað 30 mörk í 71 leik með íslenskum félagsliðum. Keflavík sem lét bæði Jeppe Hansen og Lasse Riise fara eftir síðasta tímabil hefur verið í leit að öflugum sóknarmanni sem getur aðstoðað liði í baráttunni í Inkasso deildinni á næsta ári. Elton hefur sýnt það þau ár sem hann hefur spilað á Íslandi að þar er á ferð gríðarlega öflugur leikmaður sem ætti að nýtast Keflavíkurliðinu vel á næsta ári.