Fréttir

Knattspyrna | 26. september 2003

Enn af verðlaunum yngri flokka

Eins og síðustu daga höldum við áfram að birta myndir af þeim sem fengu viðurkenningar á lokahófi yngri flokka.




Til vinstri: Samúel Kári Friðjónsson var kosinn leikmaður ársins hjá 7. flokki
yngri ásamt því að fá verðlaun fyrir bestu mætinguna (88,76% æfingasókn). 
Til hægri:  Vignir Páll Pálsson sem var verðlaunaður
fyrir mestu framfarir í 7. flokki yngri.


Adam Sigurðsson (Sigurðssonar "golfara")  var "Besti félaginn" hjá 7. flokki yngri.


Alexander Aron Hannesson sýndi mestu framfarir í 7. flokki eldri.


Varnarjaxlinn Björn Elvar Þorleifsson var besti félaginn  í 7. flokki eldri.


Leikmenn meistaraflokks, Jónas Sævarsson og Þórarinn Kristjánsson, sáu
um að afhenda verðlaunin.  Hér sjást þeir ásamt Elís Kristjánssyni sem
fékk viðurkenningu fyrir vel unnin þjálfarastörf í kvennaflokkunum.