Enn einn æfingarleikur að baki
Í dag, sunnudag, lék meistaraflokkur karla æfingaleik í knatthúsinu Kórnum í Kópavogi. Andstæðingurinn var Grótta af Seltjarnarnesinu en upphaflega átti að leika gegn Víkingum frá Ólafsvík en þeir urðu að afboða sig stuttu fyrir leikdag. Leikurinn var jafn í upphafi en fljótlega tóku okkar menn völdin og Patrick Redo skoraði tvö mörk í hálfleiknum og staðan því 2-0 í leikhléi. Í seinni hálfleik dró heldur af Seltyrningum og Keflvíkingar gengu á lagið og bættu fimm mörkum við. Þar voru að verki Hafsteinn, Sigurbjörn, Fannar, Guðmundur Steinars og Einar. Leikmenn sem hófu leikinn: Ómar, Garðar, Kenneth, Brynjar, Nicolai, Bessi, Jón Gunnar, Magnús Þórir, Hafsteinn, Redo, Högni. Inn á komu Símun, Einar Orri, Sigurbjörn, Guðmundur, Fannar, Tómas og Símon í markið. Næsti leikur liðsins er í Deildarbikarnum gegn Fylki í Egilshöllinni næstkomandi sunnudag kl. 19:00.
Mynd: Patrick skoraði tvö gegn Gróttu.