Fréttir

Knattspyrna | 3. júlí 2004

Enn einn sigur hjá kvennaliðinu

Kvennaliðið vann sinn fimmta sigur í 1. deildinni þegar þær unnu 5-1 útisigur á Haukum.  Guðný Þórðardóttir skoraði fjögur markanna og Hrefna Magnea Guðmundsdóttir eitt.  Stelpurnar eru með 15 stig að loknum 5 umferðum og markatöluna 43-1.  Næstar koma HK/Víkingur með 12 stig en þær hafa aðeins tapað fyrir Keflavík og ljóst að þessi lið berjast um sigurinn í riðlinum.  Næsti leikur hjá Keflavík er heimaleikur gegn Ungmennafélagi Bessastaða næsta miðvikudag.