Fréttir

Knattspyrna | 17. september 2008

Enn fleiri áheit

Enn bætist við listann yfir þá sem heita á Keflavíkurliðið ef það verður Íslandsmeistari.  Nú er það verslunin K-Sport sem heitir 100.000 kr. á liðið vinni það titilinn.  Áður höfðu Omnis, Novos fasteignafélag og P.A. Hreinsun heitið á strákana en einnig hafa einstaklingar lagt sitt af mörkum.  Að sjálfsögðu geta allir styrkt félagið og m.a. var valfrjáls greiðsluseðill sendur í heimabanka Keflvíkinga.  Þeir sem vilja styrkja Keflavík geta einnig greitt inn á reikning nr. 1109-05-412336, kennitalan er 541094-3269.