Enn nokkrir miðar eftir til Eyja
Við viljum benda á að enn eru nokkur sæti laus í ferð til Eyja og miðar á leika ÍBV og Keflavíkur sunnudaginn 12. júlí. Brottför er frá Reykjavík kl. 16:30 og til baka 21:30. Þetta kostar aðeins kr. 18.000 og eru áhugasamir beðnir að hafa samband á kef-fc@keflavik.is eða á skrifstofu knattspyrnudeildar í síma 421-5188 sem allra fyrst. Hægt er að semja um greiðslur á VISA/EURO ef áhugi er fyrir því.