Fréttir

Knattspyrna | 7. júní 2010

Enn og aftur FH í VISA-bikarnum

Keflavík og FH drógust saman í 16 liða úrslitum VISA-bikarkeppninnar þegar dregið var í hádeginu í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem liðin mætast í bikarnum og alltaf á okkar heimavelli.  Árið 2008 unnum við þá í 16 liða úrslitunum 3-1 með mörkum frá Guðmundi Steinars, Guðjóni Árna og Ted Redo.  Sama markatala í fyrra, en þá í 8 liða úrslitum, og skoraði Símun Eiler tvö og eitt sjálfsmark.

Keflavík vann KS/Leiftur í 32 liða 1-0 með marki frá Magnúsi Þórir á meðan FH sló út sjálfa bikarmeistarana Breiðablik í hörkuleik og vítaspyrnukeppni þar sem Gunnleifur í markinu fór á kostum.

Leikur Keflavíkur og FH fer fram fimmtudaginn 24. júní á Njarðtaksvellinum í Njarðvík.

Leikirnir í 16 liða úrslitum:
Keflavík - FH

Víkingur Ólafsvík - Fjarðarbyggð
BÍ/Bolungarvík - Stjarnan
Fylkir - Fram
Fjölnir - KR
ÍA - Þróttur R
Víkingur R. - Valur
Grindavík - KA