Fréttir

Knattspyrna | 12. júní 2010

Erfið fæðing en sigur á Völsungi

Keflavík tók á móti liði Völsungs í 1. deild kvenna á föstudagskvöldið.  Leikurinnn fór rólega af stað og það var greinilegt að stelpurnar frá Húsavík ætluðu að selja sig dýrt.  Keflavíkurstelpur komust lítt áleiðis gegn þéttri vörn Völsungs.  Kannski var eitthvert vanmat í gangi hjá Keflavík en fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik.  Lið Völsungs vel inn í leiknum en sóknir þeirra skiluðu líka litlum árangri því þær stoppuðu allar á sterkri vörn Keflavíkur.  Staðan 0-0 í hálfleik.

Allt annað var að sjá Keflavík í síðari hálfleik, þær voru ákveðnar frá byrjun og fengu fjölmörg færi.  Strax á 47. mínútunni fékk Nína Ósk dauðafæri en setti boltann í hliðarnetið.  Enn héldu sóknir okkar áfram og þegar Völsungsstúlkum tókst að koma boltanum fram þá tóku miðverðir okkar við honum og skiluðu aftur í sóknina.  Það var svo á 58. mínútu sem ísinn var brotinn þegar Nína Ósk náði að setja boltann fram hjá besta manni Völsungs af stuttu færi.  Eftir markið efldist okkar lið ef eitthvað var og átti margar góðar sóknir en vörn og markvörður Völsungs voru föst fyrir.  Þegar líða fór á leikinn tókst Keflavík þó að bæta við öðru marki og var þar að verki Fanney sem skoraði eftir að hafa leikið laglega á varnarmenn og lagt boltann í netið, 2-0.  Keflavík var líklegra til að bæta við mörkum en ekki urðu þau fleiri og niðurstaðan 2-0 sigur.

Völsungsstelpur voru mættar í þennan leik til að berjast og gerðu það vel.  Þær voru þéttar í vörninni og markvörðurinn var þeirra besti leikmaður.  Hjá Keflavík var lítið að gerast í fyrri hálfleik en allt annað var að sjá liðið í þeim síðari.  Þá var allt liðið að berjast fyrir sigri, frá aftasta manni til þess fremsta.


Nína Ósk skorar fyrra markið.


Fanney tekur horn, við fremur erfiðar aðstæður!


Fagnað í leikslok.