Essomót KA hjá 5. flokki karla
Þá er komið að enn einu Essómótinu, því tuttugasta í röðinni hjá KA-mönnum og því um afmælismót að ræða. Af því tilefni verður mótið enn glæsilegra en áður. Rob Walters, heimsmeistari í að halda bolta á lofti, mætir m.a. á svæðið og sýnir listir sínar og Dermot Gallagher dómari í ensku úrvalsdeildinni mætir með flautuna. Keflavík sendir til leiks fjögur lið (A, B, C og D) og eru það 32 piltar sem halda norður ásamt miklum fjölda foreldra og forráðamanna. Mótið hefst miðvikudaginn 5. júlí kl. 15:00 og lýkur með lokahófi og verðlaunaafhendingu kl. 20:30 laugardagskvöldið 8. júlí. Við munum reyna að fylgjast með gengi okkar manna hér á síðunni yfir mótsdagana, einnig er hægt að nálgast fréttir á heimasíðu mótsins. Við sendum auðvitað piltunum baráttukveðjur með ósk um gott gengi.