Essomótið fer vel af stað
Essomót KA fyrir 5. flokk karla fer nú fram á Akureyri og Keflvíkingar áttu góðan dag þar í gær. Allir í góðum gír og andinn í Keflavíkurhópnum virkilega góður. Góður árangur á knattspyrnuvellinum skemmdi ekki fyrir en Keflavíkurpiltarnir spiluðu 8 leiki í gær, unnu 6 leiki og töpuðu 2. Úrslit leikja dagsins má finna á heimasíðu KA. Hér fylgja nokkrar myndir frá deginum í gær.
GMJ
Keflavíkurliðin fá góðan stuðning í leikjunum.
B-liðið, sem sigraði í báðum leikjum sínum í dag, rétt fyrir leikinn gegn ÍBV.
Frá vinstri: Bergþór, Birnir, Þorbjörn, Axel, Arnþór, Ási, Eyþór og Emil.
Þorbjörn Þór Þórðarson í leiknum gegn ÍBV.
<
Emil Ægisson einbeittur gegn ÍBV.
Samúel Kári Friðjónsson á léttum spretti gegn Eyjamönnum.
Hervar Bragi Eggertsson stóð vaktina vel í marki A-liðsins og hélt markinu hreinu.
Hervar Bragi og Kristján Þór (DJ Keflvíkinga) í léttri sveiflu.
Foreldrarnir í brekkunni skemmta sér vel og láta vel í sér heyra.
Arnar Már Örlygsson í harðri baráttu við Blika.