Fréttir

Knattspyrna | 27. júlí 2005

Evrópuleikur á morgun fimmtudag

Keflavík leikur seinni leik sinn í 1. umferð UEFA-CUP, Evrópukeppninnar á Laugardalsvelli á móti FC Etzella frá Lúxemborg.  Fyrri leikur liðanna fór fram á heimavelli Etzella í Ettelbrück 14. júlí.og sigraði Keflavík 0-4.  Það er stærsti sigur íslensks liðs í Evrópukeppni frá upphafi og Hörður Sveinsson skoraði öll mörk liðsins sem er einnig einsdæmi á Íslandi.  Stuðningsmönnum Keflavíkur verður boðið frítt á leikinn en nokkur stuðningsfyrirtæki og stofnanir Keflavíkur bera kostnaðinn af leiknum.  Þau eru Reykjanesbær, Sparisjóður Keflavíkur, Íslandsbanki, Landsbankinn, Hótel Keflavík, Kaupþing Luxemborg, Húsanes-Þrek, Matarlyst-Atlanta og fleiri fyrirtæki koma beint og óbeint að málinu.  Um leið og við þökkum stuðningsfyrirtækjum okkar rausnalegan stuðning hvetjum við stuðningsmenn okkar til að nýta tækifærið og fá frítt á Evrópuleik sem er trúlega einsdæmi.  Leikurinn hefst kl. 19:15.  ási