Evrópuleikurinn á laugardag
Keflavíkurliðið er nú í Belfast þar sem það leikur seinni leikinn við Dungannon Swifts í 1. umferð InterToto-keppninnar á morgun. laugardag.. Leikurinn fer fram á Windsor Park í Belfast og hefst kl. 15:00 að staðartíma sem er kl. 14:00 á Íslandi. Við komum með upplýsingar um byrjunarlið Keflavíkur u.þ.b. klukkutíma fyrir leik og strax eftir leikinn færum við svo fréttir af gangi mála.
Þess má geta að leikurinn verður á Windsor Park í Belfast. Heimavöllur Dungannon uppfyllir ekki kröfur UEFA um leiki í Evrópukeppnum og átti leikurinn því að vera á heimavelli Glenavon í Lurgan, rétt hjá Dungannon. Það gekk hins vegar ekki eftir og því var leikurinn færður til Belfast með stuttum fyrirvara. Windsor Park er heimavöllur Linfield, sigursælasta félags Norður-Írlands, og tekur um 14.000 manns í sæti. Það ætti því að fara vel um strákana okkar og áhorfendur á leiknum. Windsor Park er einnig heimavöllur N-Írska landsliðsins og hefur íslenska landsliðið leikið þar nokkrum sinnum.
Dómari leiksins er frá Portúgal og heitir hvorki meira né minna en Manuel Jorge Neves Moreira De Sousa. Aðstoðardómarar hans heita João Ferreira dos Santos og José Ramalho. Fjórði dómari er heimamaðurinn Paul Munn en eftirlitsmaður UEFA er Jean Lemmer frá Lúxemborg.