Eyjastúlkur sigruðu á Hitaveitumótinu
Það var lið ÍBV sem fór með sigur af í kvennaflokki í Hitaveitumótinu. Eyjastúlkur sigruðu lið Störnunnar í úrslitaleik sem í Reykjaneshöllinni. Lokatölur urðu 3-3 en ÍBV hafði betur í vítaspyrnukeppni; þar fór fyrsta vítaspyrna Stjörnustúlkna forgörðum og keppninni lauk 5-4. Það var Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, sem afhenti sigurlaunin. Mótið hjá stelpunum hófst í gær þar sem ÍBV vann KR 3-2 og Stjarnan vann lið Keflavíkur 5-0. Okkar stúlkur léku því við Íslandsmeistara KR um 3. sætið og er skemmst frá því að segja að KR-stúlkur unnu stórsigur í þeim leik.