Fréttir

Knattspyrna | 11. júní 2006

Eyjólfur heimsótti Sportmenn

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari var gestur Sportmanna fyrir leik Keflvíkinga og  Skagamanna sl.fimmtudag. Eyjólfur talaði aðalega um Keflavíkurliðið. Hann var hrifinn af því og sá meðal annars FH leikinn. Hann var hrifinn af spilamennsku Keflvíkinga og tiltók sérstaklega leikstílinn ( kannski að það hafi breyst efrir leikinn)

Hann lét hrifningu sína í ljós á Jónasi Guðna, Baldri og Hólmari Erni. Einnig ræddi hann um Ingva Guðmundsson og um hans meiðsli og vonaðist að hann næði bata sem fyrst því þetta væri þvílíkt efni. Þá talaði hann aðeins um landsliðið, val á mönnum og væntanleg verkefni. Sportmenn þakka Eyjólfi komuna og óska honum velfarnaðar í starfi sínu sem landsliðsþjálfari.

 

JÖA