Falur og strákarnir hans
Nú er undirbúningur fyrir tímabilið kominn í fullan gang og fyrsti stórleikurinn framundan þegar okkar menn mæta KR í Reykjaneshöllinni á laugardag kl. 15:00. En á meðan liðið æfir af fullum krafti eru nokkrir kappar að byggja sig upp undir öruggri stjórn Fals Daðasonar, sjúkraþjálfara. Þeir Ingvi Rafn Guðmundsson, Hallgrímur Jónasson og Þórarinn Kristjánsson hafa verið meiddir en eru allir að koma til. Falur sér svo til þess að þeir fari rétt að og fái góða meðhöndlun.
Ingvi Rafn er í sjúkraþjálfun, skokkar á æfingum og hans endurhæfing gengur mjög vel. Svo gefur Ingvi eiginhandaráritanir hægri, vinstri. Hallgrímur er í stífri endurhæfingu sem gengur vel og er á skokkinu. Það verður gaman að sjá þennan kappa þegar hann er kominn á fullt skrið. Þórarinn er eins og hinir á skokkinu og það lítur vel út með hann. Hann mun byrja að æfa á fullu eftir hálfan mánuð eða svo. Þess má geta að þessir kallar eru ekki bara á skokkinu heldur hafa þeir einnig verið að lyfta og að koma skrokknum í lag.
Við óskum þeim félögum góðs gengis og hlökkum til að sjá þá á vellinum. Miðað við dugnaðinn sem þeir sýna undir öruggu eftirliti Fals er þess örugglega ekki langt að bíða að þeir verði komnir á fulla ferð með Keflavíkurliðinu.
Myndir: Jón Örvar Arason
Strákarnir ásamt Fal Daðasyni sjúkraþjálfara.
Ingvi gefur eiginhandaráritun.
Tóti í meðhöndlun hjá Fal og Ingvi fylgist með.
Gaui límdur saman.
Hallgrímur að teygja.