Fréttir

Fannar Orri og Ari Steinn skrifa undir samning
Knattspyrna | 20. desember 2013

Fannar Orri og Ari Steinn skrifa undir samning

Fannar Orri Sævarsson og Ari Steinn Guðmundsson hafa skrifað undir leikmannsamning við Keflavík.  Þeir eru báðir 16 ára en Ari verður reyndar 17 ára á gamlársdag.  Þrátt fyrir ungan aldur hafa piltarnir þegar leikið sinn fyrsta leik í efstu deild en það var í síðustu umferð Pepsi-deildarinnar í sumar.  Þess má geta að Fannar Orri er bróðir Jónasar Guðna sem lék auðvitað með Keflavík um árabil en er nú herbúðum KR og bróðir Ara Steins er Ingvi Rafn Guðmundsson, annar fyrrverandi leikmaður okkar.

Knattspyrnudeild hefur lagt mikla áherslu á að gera leikmannasamninga við þá fjölmörgu ungu og efnilegu leikmenn sem eru að koma upp hjá félaginu.  Nú eru 30 leikmenn með samning við félagið og er Fannar Orri nú yngstur þeirra leikmanna sem eru á samning hjá Keflavík.