Fréttir

Knattspyrna | 13. júní 2005

Fanney í Knattspyrnuskóla KSÍ

Fanney Þórunn Kristinsdóttir er nú stödd á Laugarvatni í knattspyrnuskóla KSÍ á vegum Unglingaráðs knattspyrnudeildar.  Fanney mun dvelja þar fram á fimmtudag við æfingar undir leiðsögn góðra þjálfara á vegum KSÍ.  Fanney, sem leikur með 4. flokki, fær þarna tækifæri til að æfa með efnilegustu knattspyrnustúlkum landsins.  Við óskum henni góðs gengis og vitum að hún verður sér og félagi sínu til sóma.