Knattspyrna | 1. nóvember 2004
Faxaflóamót 3. flokks
Sunnudaginn 31. október lék 3. flokkur karla í Faxaflóamótinu gegn HK. Leikið var við vægast sagt slæmar aðstæður á glerhörðum, ósléttum og frosnum malarvelli HK í Fagralundi. Leikur A-liðanna endaði 3-3 þar sem Einar Orri Einarsson átti enn einn stórleikinn og gerði öll mörk Keflavíkur. B-liðið sigraði sinn leik mjög sannfærandi 2-0, mörkin gerðu þeir Ómar Hjaltason og Ingimar Rafn Ómarsson. Næsti leikur piltanna í Faxanum verður laugardaginn 6. nóvember gegn Stjörnunni, leikið verður í Garðabæ.