Faxaflóamót 4. flokks kvenna
Stelpurnar í 4. flokki heimsóttu Hauka heim á sunnudaginn en spilað var á mottunni á Ásvöllum í A- og B-liðum. Hávaðarok var á meðan leikirnir stóðu yfir og stóð vindurinn á annað markið. Ekki veit ég hvort við erum orðin of góðu vön í Reykjaneshöllinni því stelpurnar kunnu alls ekki neitt að spila í þessu roki. Ekki ætla ég að nota það sem afsökun fyrir því hvernig fór því stelpurnar geta gert miklu betur en þær voru að gera í þessum leikjum.
A-lið:
Haukar - Keflavík: 4-1 (Fanney Kristinsdóttir)
B-lið:
Haukar - Keflavík: 5-3 (Guðrún Ólöf Olsen 2, sjálfsmark)
Næstu leikir í Faxaflóamótinu hjá stelpunum.
3. flokkur, föstudagur 23. apríl:
Afturelding - Keflavík, Leiknisvöllur kl.20:00
4. flokkur, laugardagur 24. apríl:
Keflavík - HK A-lið, Keflavíkurvöllur möl kl.12:00
Keflavík - HK B-lið, Keflavíkurvöllur möl kl.13:00
Elís Kristjánsson, þjálfari