Fréttir

Knattspyrna | 6. maí 2004

Faxaflóamót 5. flokks kvenna

Unglingaráð knattspyrnudeildar tók að sér að halda Faxaflóamót í 5. flokki kvenna og var spilað í tveimur riðlum.  Yfir 100 stelpur mættu í Reykjaneshöllina á sunnudag og var mikið fjör.  Ekki er spilað til sigurs í þessu móti heldur fengu  allir keppendur þátttökumedalíu.  Okkar stelpur spiluðu í B-riðli í A-, B- og C-liðs keppni.  B-lið okkar spilaði líka sem C-lið vegna þess að við höfum ekki  það stóran hóp; þær voru ansi þreyttar í mótslok enda búnar að spila allan  daginn.  Dómgæsluna í þessu móti sáu stelpurnar í 3. flokki um og eiga þær mikið hrós skilið enda voru þær að standa sig vel.

A-lið:
Reynir/Víðir - Keflavík: 0-2
Keflavík -Selfoss: 2-0
ÍA - Keflavík: 4-0
Keflavík - Stjarnan: 2-6

A-lið skipuðu: 
Arna Lind Kristinsdóttir, Eiríka Ösp Arnardóttir, Marsibil Sveinsdóttir, Guðný Ragna Jóhannsdóttir, Bryndís Þóra Ásgeirsdóttir, Guðbjörg Ægisdóttir, Heiða Helgudóttir, Marta Hrönn Magnúsdóttir.

B-lið:
ÍA - Keflavík: 3-1
Keflavík - Reynir/Víðir: 1-2
Stjarnan - Keflavík: 3-1
 
C-lið:
Keflavík - Reynir/Víðir: 0-2
ÍA - Keflavík: 1-2
Stjarnan - Keflavík: 2-1

B- og C-lið skipuðu: 
Jenný María Unnarsdóttir, Aldís Helga Rúnarsdóttir, Birna Helga Jóhannesdóttir, Kara Friðriksdóttir, Alexandra Herbertsdóttir, Ríkey Konráðsdóttir, Tinna Halldórsdóttir, Lovísa Falsdóttir.