Fréttir

Knattspyrna | 10. nóvember 2003

Faxaflóamót kvenna

Um helgina léku 4. og 3. flokkur kvenna í Faxaflóamótunum.  Stelpurnar í 4. flokki léku í turneringu á gervigrasinu á Ásvöllum en 3. flokkur lék í Fífunni.

Úrslit leikja hjá 4. flokki urðu þessi:

4. flokkur, A-lið:
Keflavík - Haukar: 2-1 (Fanney Kristinsdóttir, Íris Björk Rúnarsdóttir)
Keflavík - UMF Bessastaða: 1-1 (Fanney Kristinsdóttir)
Keflavík - Stjarnan: 1-0 (Íris Björk Rúnarsdóttir)
Keflavík - Breiðablik: 0-1

4. flokkur, B-lið:
Keflavík - Haukar1: 1-2 (Guðrún Ólöf Olsen)
Keflavík - UMF Bessastaða: 2-1 (Guðrún Ólöf Olsen 2)
Keflavík - Haukar2: 4-0 (Elsa Hreinsdóttir 2, Guðrún Ólöf Olsen 2)
Keflavík - Breiðablik: 3-0 (Guðrún Ólöf Olsen, Helga Pálsdóttir, Hildur Jónína Rúnarsdóttir)

Stelpurnar í 3. flokki sóttu HK heim í Kópavoginn og biðu þar lægri hlut, 1-2.  Heimastúlkur byrjuðu leikinn betur og á einhvern óskiljanlegan hátt fengu þær dæmda vítasyrnu.  Spyrnan var vel tekin, nánast alveg út við stöng niðri en Anna Rún gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna stórglæsilega.  Þessi markvarsla virkaði sem vítamínsprauta á stelpurnar, þær fengu nokkur færi sem ekki nýttust og meðal annars áttu þær að fá vítaspyrnu áður en blásið var til hlés.  Ekki vantar að við erum að skapa okkur fullt af góðum færum sem við erum ekki að nýta (líkt með okkur og stórliðinu Liverpool) en það kemur vonandi.  HK-stelpur tóku síðan forystu 1-0 og fengu nokkru seinna gefins aukaspyrnu og upp úr henni kom mark og staðan 2-0.  Undir lok leiks tók Elísabet góðan sprett upp hægri kantinn og gaf boltann fyrir markið þar sem að Sigrún tók vel á móti honum og stýrði í netið.  Lokatölur 2-1.
Heimaliðið hefði alveg getað sleppt því að fá dómaratríó á þennan leik.  Þetta voru guttar sem varla kunnu reglurnar enda var nóg fyrir þjálfara HK að kalla til dómarans hvað hann vildi fá, hann hefði alveg eins getað dæmt þennan leik sjálfur.  Við í Keflavík leggjum metnað í að fá dómaratríó í okkar leiki sem mæta uppstrílaðir og með réttindi hvort sem um æfingaleiki eða leiki á vegum KSÍ er að ræða.

3. flokkur:
HK - Keflavík: 2-1  (Sigrún Guðmundsdóttir)

Elís Kristjánsson þjálfari skrifar