Fréttir

Knattspyrna | 12. október 2004

Faxaflóamótið hafið hjá 4. flokki

Þá er Haust-Faxaflóamótið hafið í yngri flokkum og voru fyrstu leikirnir háðir um helgina þegar 4. flokkur kvenna skellti sér á Akranes.  Spilað var í A- og B-liðum á slæmum malarvelli, uppskeran var tap og sigur.  Leikurinn hjá A-liðum var nokkuð jafn og jafntefli í lok leiks hefðu verið réttlát úrslit.  Heppnin var með heimasætum að þessu sinni og náðu þær að skora eitt mark.  Hjá B-liðum var aldrei spurning um hvort liðið færi með sigur af hólmi, okkar stelpur höfðu algjöra yfirburði í þessum leik sem endaði 6-1.

 A-lið:
 ÍA - Keflavík: 1-0

 B-lið:
 ÍA - Keflavík: 1-6 (Guðrún Ólöf Olsen 3, Hanna Ósk Ólafsdóttir 3)    


Fríður flokkur 4. flokks kvenna á lokahófinu á dögunum.