Fréttir

Knattspyrna | 5. apríl 2004

Faxaflóasigur hjá 3. flokki

Á föstudag lék 3. flokkur kvenna gegn Reyni/Víði og var leikið úti á Garðskaga í hífandi roki og rigningu.  Okkar stelpur léku á móti vindinum í fyrri hálfleik og létu strax til sín taka.  Boltinn var látinn ganga vel á milli en þó heldur þröngt inn á miðsvæðinu.  Stelpurnar voru ekki að nýta vængina eins og þær gerðu á móti Stjörnuni en samt voru þær að leysa þetta mjög vel.  Yfirburðirnir voru miklir í þessum leik og leiddu stelpurnar 9-0 í hálfleik.  Í seinni hálfleik datt leikur liðsins nokkuð niður, ekki skrýtið enda formsatriði að ljúka leiknum og komast úr blautum búningnum og í hlýjunan.  Þegar flautað var til leiksloka höfðu stelpurnar bætt við þremur mörkum og heimamönnum tókst að setja á okkur eitt mark.

3.flokkur kvenna, Garðskagavöllur:
Reynir/Víðir - Keflavík: 1-12 (Helena Rós Þórólfsdóttir 4, Katrín Helga Steinþórsdóttir 3, Eva Kristinsdóttir 2, Andrea Frímansdóttir, Karen Sævarsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir)

Stelpurnar léku síðan maraþonfótbolta í íþróttahúsinu í Njarðvík og var spilað í  12 tíma.  Byrjað var á  laugardagskvöldið kl. 21:00 og spilað til kl. 9:00 á sunnudagsmorgunn.  Var þetta liður í fjáröflun fyrir utanlandsferð sem stelpurnar eru að fara í lok júlí.  Ferðinni er heitið til Liverpool á sterkt knattspyrnumót.  Þá má einnig geta þess að margir foreldrar tóku þátt í þessu maraþoni með stelpunum í þessa tólf tíma.  Stelpurnar vilja koma á kæru þakklæti til þeirra sem að sáu sért fært á að styðja þær með áheitum þessa vökunótt.


Elís Kristjánsson, þjálfari