Faxinn hjá 3. og 4. flokki
B-lið 4. flokks kvenna heimsótti Breiðablik 2 í Kópavoginn s.l. laugardag. Leikið var á freðnum malarvelli þrátt fyrir að Breiðablik hafi Fífuna og skrýtið að liðið skuli ekki spila leiki sína þar en nóg um það. Okkar stelpur lentu undir 0-2 en náðu þó að jafna fyrir hlé. Í seinni hálfleik fengum við mýgrút af færum en hrikalegt var að horfa á hvernig þau klúðruðust. Úr einni af sínum fáum sóknum skoruðu heimamenn sigurmarkið. Ekki var leikið í A-liðum að þessu sinni þar sem að Breiðablik er með tvö B-lið. Við eigum því eftir að fara á þennan völl aftur og bíðum spennt eftir því!
4. flokkur kvenna, B-lið:
Breiðablik 2 - Keflavík: 3-2 (Matthildur Ósk Jóhannsdóttir, Íris Björk Rúnarsdóttir)
Á sunnudag lék svo 3. flokkur gegn Stjörnunni í Garðabænum. Ekki voru gæðin mikil í þessum leik sem einkenndist af miðjuþófi og þröngu spili sem engu skilaði. Sigur hafðist þó í leiknum 3-0 og er þetta sá allra lélegasti leikur sem stelpurnar hafa spilað í mjög langan tíma. Í staðinn fyrir að spila sinn bolta eins og þær hafa verið að gera vel í sumar létu þær teyma sig í þetta miðjuþóf og þrönga spil þar sem heimamenn vörðust vel.
3. flokkur kvenna:
Stjarnan - Keflavík: 0-3 (Hildur Haraldsdóttir, Andrea Frímannsdóttir, Karen Herjólfsdóttir)