Fréttir

Ferðabolir Keflavíkurliðsins
Knattspyrna | 20. maí 2012

Ferðabolir Keflavíkurliðsins

Meistaraflokkur karla vígði á dögunum ferðaboli sumarsins en það er komin hefð fyrir því að leikmenn og liðsstjórn Keflavíkurliðsins klæðist sérhönnuðum bolum á leikdögum.  Þetta hófst fyrir tveimur árum þegar synir Rúnars Júlíussonar gáfu liðinu boli með mynd af Rúnari og skemmtilegri áletrun á bakinu.  Leikmenn liðsins vildu halda áfram á sömu braut og í fyrra var það Hafsteinn Guðmundsson sem var heiðraður.  Í ár er komið að Ragnari Margeirssyni og er það vel við hæfi en hann er einn hæfileikaríkast knattspyrnumaður sem Keflavíkur hefur alið og hefði orðið fimmtugur á þessu ári.  Þess má geta að það var Steinbjörn Logason, grafískur hönnuður og fyrrverandi leikmaður Keflavíkurliðsins, sem hannaði bolina í ár og í fyrra.


Raggi Margeirs prýðir bol sumarsins.


Gummi Steinars kominn í bolinn.


Í fyrra var Stjórinn, Hafsteinn Guðmundsson, heiðraður.


Þetta byrjaði 2010 með Rúnna Júll.