Fréttir

Knattspyrna | 4. apríl 2006

Ferðasaga frá Spáni, Part 1

Eftirfarandi pistill barst heimasíðunni eftir krókaleiðum sunnan frá Spáni.  Hann er birtur hér óbreyttur og án ábyrgðar.

Jæja, þá er kominn mánudagur og þar af leiðandi tveir dagar búnir og tvær æfingar búnar og þar af leiðandi flestir komnir með e-n lit, annað hvort rauðan eða brúnan, ja reyndar líka svartan eða kannski svartari :) já og þar af leiðandi líka...  Flugið til Faró (Islands? „Nei, Símun við erum ekki að fara til Færeyja“) var helvíti gott.  Það tók um 4 tíma og í fluginu var ýmislegt í gangi, svo sem spilagaldrar (Berry, þetta er allt í lagi, litla systir mín fattaði heldur ekki galdurinn :) ), spilaður póker og svo voru Símun og Tóti að skoða teiknimyndasögur, var það ekki strákar?

Eftir að við vorum búnir að fá töskurnar var farið í að ákveða hverjir myndu keyra bílana og var það haft þannig að einhverjir leikmenn myndu keyra og allir ökufærir stjórnarmenn og svo þjálfarar.  Svo var ekið af stað og ætli flestir hafi ekki verið að mæta á hótelið á Canela svona um ellefu, hálftólf leytið.  Nema einn bíll sem kom ca. 40 mínútum seinna.  Ökumaður í þessum bíl var enginn annar en Kiddi Tuðbrands og þar sem Kiddi hefur bara einn gír „mjög fljótur“, hvort sem er á bíl eða fótum, þá sá aðstoðarökumaðurinn aldrei skiltin.  En síðan greip aðstoðarökumaðurinn í taumana og skilaði þeim heilum og höldnum upp á hótel.   Það hefði líka ekki mátt tæpara standa því Dabbi og Steini sem voru aftur í þessum bíl náðu því að vera sofnaðir fyrir klukkan tólf eins og krökkum sæmir.  Síðan var snætt á hótelinu og haldið í háttinn að því loknu.

Daginn eftir var morgunmatur kl. 8 og fyrstu sektir ferðarinnar litu dagsins ljós.  Klukkan hálftíu var fyrsta æfingin og það var svona temmilegur hiti úti þó að sólin hafi ekki sýnt sig svona til að byrja með.  Æfingin var frekar létt, bara reitur og halda bolta á lofti til að koma mönnum í gang.  Eftir æfingu hófst mikil leit hjá mönnum að góðum veitingastað því ekki er boðið upp á hádegismat á hótelinu.  Fæðið hefur sjálfsagt verið misjafnt hjá mönnum en flestir reyndu af fá sér pizzur og hammara og eitthvað svoleiðis hollt einsog Kristján þjálfari mælti með.... tjaa, kannski ekki alveg.  Þarna var sólin farin að skína skært og nýttu menn sér það til hins ýtrasta, ja sumir kannski aðeins of mikið... !!  Kl. 4 var svo seinni æfing dagsins og þar var tekið aðeins meira á því og sett upp fjögurra liða mót.  Þá var skipt niður eftir aldri og má segja að „næst-yngstir“ hafi rúllað því upp.  Kvöldmaturinn byrjaði síðan um hálfátta og þar var boðið upp á veislu.  Um kvöldið var ýmislegt brallað en allir voru komnir upp á herbergi kl. 23:00 samkvæmt skipun þjálfarans.

Svo koma nokkrir fréttapunktar í lokin:

» Jón Örvar er eins og er efstur á sólbrunalistanum en Jónas fylgir fast á hæla hans.  Þetta þykir koma á óvart þar sem Ingvi hefur yfirleitt deilt efsta sætinu með Bóa.

» Jónas skoraði sitt fyrsta mark á æfingu í tvö ár samkvæmt sparkspekingum.  En Guðjón er tekinn við af honum í því að skjóta yfir, hann setti nefnilega nokkur „field goals“ í gær.

» Líklegt þykir að Ómar og Maggi verði beðnir um að þjálfa upp nýjan her á Keflavíkurflugvelli eftir að sá bandaríski fer.  Þeir hafa verið í þvílíkum æfingum hjá slátraranum frá Serbíu að þeir eru taldir vera orðnir hæfir í starfið.

» Aðsókn í aðhlynningu hjá sjúkraþjálfaranum hefur stóraukist eftir að kvenmaður tók starfið að sér og í viðtali við Paulu segir hún að þetta séu mest allt nárameiðsli... hmmmm?

» Líklegt þykir að á æfingu á morgun verði settur upp leikur Ísland vs. Rest of the World.

» Rúnar formaður er kominn í leitirnar eftir að hafa verið að leita að boltanum sem Tóti skaut lengst lengst lengst lengst út í skóg á æfingu í gær.  Hann fannst síðan í indjánaþorpi í skóginum, hugsanlega í leit að leikmönnum.


Salsa-kveðjur frá Spain, strákarnir í boltanum.



Einn af leikmönnum Keflavíkurliðsins.