Ferðasaga frá Spáni, Part 2
Þá kemur annar hluti ferðasögu Keflavíkurliðsins frá Spáni. Það er ljóst að við bíðum spennt eftir því að fá myndir úr ferðinni til að setja hér inn á síðuna.
Jæja, á mánudag var ræst í morgunmat kl. 8:00 og svo voru menn mættir á æfingu kl. 9:30 í blíðskaparveðri. Það var ágætlega tekið á því á æfingunni en annars eru aðstæður hérna eins og best verður á kosið, vellirnir fínir, góður matur og hótelið flott. Síðan var bara farið og fengið sér að borða og slakað á fyrir seinni æfingu dagsins. Reyndar held ég að „litli vinurinn“ á flestum hafi ekki fengið mikla slökun þar sem það er „fine gella“ sem spókar sig á sundlaugarbakkanum á hverjum degi (Jón Örvar, þú verður að fara að róa þig með cameruna:)). Á seinni æfingunni var tekið hressilega á því og spilað teig í teig. Svo gerðist svo sem ekkert markvert það sem eftir var dagsins, menn fóru bara í mat og chilluðu um kvöldið, tja nema kannski „sexy“ (Branko) en hann er farinn að drífa sig að borða svo hann geti hlustað á söngkonuna sem skemmtir á hótelinu á hverju kvöldi, hvað segiru um það Branko? „Singer always smile to me and I smile back, so very soon I and singer...!“ Allavega var æfing á venjulegum tíma eða 9:30 daginn eftir og var þetta eina æfing dagsins.
Þegar hér er komið við sögu eru komnir 3 á reynslu eða Danny Severino, Mika og Alpha (höfundur ber enga ábyrgð á nafnaskrifunum). Og var einnig orðið nokkuð ljóst að Alpha myndi ekki spila fyrir Keflavík í framtíðinni, það var nú líka skemmtileg byrjun hjá stráknum þegar hann kom hérna. En fyrsta morguninn hans hérna á hótelinu þegar við erum að borða morgunmat mætir hann og ætlar að heilsa upp á alla strákana. Hann labbar að fyrsta borðinu, réttir fram höndina og segir „good morning“. Þá horfir Berry á hann og segir „No“ og hann bara brosir og segir aftur „good morning“ og Berry segir aftur „No“. Hann náttlega skilur ekki neitt í neinu og þá segir Davíð við Berry „Berry, þetta er nýi leikmaðurinn og hann er að bjóða þér góðan daginn“. „Óóóó, ég hélt að hann væri að biðja um pening og segja money“ !!!!! HA???:) Eftir morgunæfinguna fóru flestir í verslunarleiðangur til Huelvo þar sem það var nú frí um daginn. Og eru menn að tala um að verslunarkóngurinn hafi verið Símun en Tóti hafi fylgt honum fast á eftir. Já, og túristi dagsins var án efa Haddi með Spánar-derhúfuna, í Barcelona-hlírabolnum og með myndavélina. Menn skiluðu sér á misjöfnum tíma heim en allir þó fyrir 23:00 eins og reglur kveða á um. En þeir sem voru komnir heim fyrir níu fóru flestir og horfðu á refinn hjá AC Milan skjóta þeim í undanúrslitin.
Miðvikudagurinn byrjaði með æfingu, svona smá taktík fyrir leikinn við Recreativo Huelva en hún var þó tiltölulega stutt. Leikurinn hófst kl. fimm og byrjunarliðið var frá marki í sókn: Ómar, Gaui, Kenneth, Mika, Branko, Buddy, Jónas, Baldur, Maggi, Danny og Símun. En allir komu inn á í leiknum sem gátu spilað. Þeir Huelvomenn skoruðu fyrsta markið þegar stutt var eftir af fyrri hálfleik en Símun jafnaði snemma í þeim síðari eftir að hann slapp einn í gegn. Það var síðan Danny sem tryggði okkur sigurinn með marki af stuttu færi eftir deadly aukaspyrnu frá Jónasi utan af vinstri kanti. Svo var bara haldið í mat og eftir hann var skundað á pöbbinn að horfa á Arsenal-Juve, (já já Kiddi, Arsenal eru bestir, Tuðbrandsinn stendur sko undir nafni þegar kemur að Arsenal:)) Einnig var veðjað á úrslit og gátu menn valið á milli leikjanna, „Túristinn“ og „Sleepy“ fengu split pott þar.
Og svo örlitlir fréttamolar:
» Dói hefur fengið viðurnefnið prangarinn en hann gerði víst svo þvílík kjarakaup í Huelvo að annað eins hefur ekki heyrst. Í viðtali við verslunareigandann segist hann ekki hitt annan eins prangara í fleiri fleiri ár.
» Fyrirliðastaðan hefur verið tekin til athugunar en talið er að ábyrgðin sem fylgi henni sé langt yfir velsæmismörkum. Gummi og Jónas hafa báðir bugast undan álaginu og hreinlegast orðið lasnir af álagi.
» Stebbi „babyoil“ Arnars er með vinninginn í Tankeppninni hérna enda atvinnutanari þar á ferð. Stebbi segir að leyndarmálið sé að bera bara nóg af barnaolíu á sig, hvort sem er í sól eða rigningu. Þetta virðist svínvirka þar sem Stebbi var með 4 lítra af olíu á sér á meðan hann var að horfa á leikinn í rigningunni á miðvikudag.
» Snorri (Einar Orri) er kominn í efsta sæti sólbrunalistans eftir að hafa sofið eins og ungabarn í sólinni á mánudaginn. Þjálfararnir taka á sig sökina en þeir gleymdu barnavagninum úti í sólinni aðeins of lengi.
» Kristján þjálfari hefur haft samband við hjónaráðgjafa á Íslandi vegna Símun og Mete. Samband þeirra hefur þótt stormasamt í ferðinni og þykir líklegt að heimilisofbeldi sé í spilinu.
» Maggi Þorsteins + handbremsubeygja + slatti af evrum....say no more.
To be continued...
Strákarnir á Canela
Tilbúinn í slaginn...