Fréttir

Knattspyrna | 17. júlí 2009

Ferskir á æfingu

Við kíktum á æfingu hjá Keflavíkurliðinu í gærkvöldi og þar var ferskleikinn í fyrirrúmi.  Nokkrir af hörðustu Keflvíkingunum voru mættir til að berja liðið augum.  Æft var af fullum krafti undir öruggri stjórn Kristjáns og Einars.  Viktor og Hörður voru utan vallar vegna meiðsla en Hörður var á fullu að gera armbeygjur þegar við mættum á svæðið.  Lasse var í sínum æfingabúðum eins og venjulega og Rajko sá til þessa að hann hefði nóg að gera. Gömul andlit sáust á æfingunni og það var að sjá að þeir höfðu engu gleymt.  Bói var með og þó að það hafi verið reynt að kalla hann út af einum þrisvar sinnum heyrði hann bara ekkert í þessum manni sem að reyna að fá hann út af.  Bói kláraði æfinguna en fór að sjálfsögðu varlega.  Gaman var að sjá Sigurberg í gær en hann á líklega svolítið í land ennþá.  Eftir æfingu tók hinn eiturhressi Símun viðtal við Bóa með Puma-brúsa í hönd og spurði hann um endurkomu sína í Pepsi-deildina... ótrúlega flott atriði.  Annars var gott hljóðið í strákunum þrátt fyrir þessi leiðindameiðsli að undanförnu og menn líta bara bjart fram á veginn.

Jón Örvar var að sniglast á æfingunni og smellti nokkrum myndum.