Fréttir

Knattspyrna | 10. ágúst 2006

FH - Keflavík á föstudag

Keflavík sækir FH heim í Landsbankadeild kvenna á morgun, föstudaginn 11. ágúst kl. 19:15.  Þetta er leikur í 12. umferð.  Leikur liðanna í fyrri umferð endaði með öruggum 6-1 sigri Keflavíkur þar sem Nína Ósk Kristinsdóttir gerði 4 mörk og þær Lilja Íris Gunnarsdóttir og Vesna Smiljkovic eitt mark hvor.  Í síðasta leik sigraði Keflavík lið Stjörnunnar örugglega á heimavelli 4-1.

Við hvetjum alla til skella sér í Hafnarfjörðinn og styðja stelpurnar gegn FH.

ÞÞ



Anna Jóhanns, Inga Lára og Elísabet Ester í fyrri leik liðanna.
(Mynd: Jón Örvar Arason)