Fréttir

Knattspyrna | 20. september 2008

FH - Keflavík á sunnudag kl. 16:00

Leikur ársins fer fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði á sunnudaginn kl. 16:00 þegar FH og Keflavík mætast í 21. og næstsíðustu umferð Landsbankadeildar karla.  Málið er einfalt: ef leiknum lýkur með jafntefli eða sigri Keflavíkur er Keflavík Íslandsmeistari.  Dómari verður Kristinn Jakobsson og aðstoðardómarar þeir Sigurður Óli Þórleifsson og Einar Sigurðsson.  Varadómari er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og Eyjólfur Ólafsson er eftirlitsmaður KSÍ.  Fyrir þá sem eru rúmliggjandi verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Keflavík og FH hafa leikið 37 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1975.  Keflavík hefur unnið 9 leiki, FH hefur unnið 16 en jafntefli hefur orðið í 12 leikjum.  Markatalan er 48-56, FH-ingum í vil.  Stærsti sigur Keflavíkur í leikjum liðanna er 6-1 sigur árið 1976 en stærsta tap gegn FH kom árið 1993 þegar FH vann 5-1 í Hafnarfirði.  Fjórir leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hefur skorað gegn FH í efstu deild; Þórarinn Kristjánsson og Magnús Þorsteinsson hafa skorað tvö mörk og þeir Símun Samuelsen, Guðmundur Steinarsson og Jóhann B. Guðmundsson hafa skorað eitt mark hver gegn FH.

Liðin hafa einnig mæst átta sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1972 en síðast í sumar.  Keflavík hefur unnið fjóra leik og FH þrjá en einum lauk með jafntefli.  Markatalan er 10-6 fyrir Keflavík.  Guðmundur Steinarsson hefur skorað tvö bikarmörk gegn FH og Guðjón Árni Antoníusson og Patrik Redo eitt hvor.

Keflavík vann fyrri leik liðanna í Landsbankadeildinni á Sparisjóðsvellinum en þá gerði Magnús Þorsteinsson eina mark leiksins.  Liðin léku einnig í VISA-bikarnum og þeim leik lauk með 3-1 sigri okkar manna; Guðmundur Steinarsson, Guðjón Antoníuson og Patrik Redo gerðu mörk Keflavíkur en Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrir FH.

Nokkur tengsl hafa verið milli Keflavíkur og FH í gegnum árin.  Þess má geta að Albert Guðmundsson og sonur hans Ingi Björn þjálfuðu bæði liðin á sínum tíma.  Meðal leikmanna sem hafa leikið fyrir bæði liðin eru Þorsteinn Bjarnason, Jón Þorgrímur Stefánsson, Kristján Hilmarsson, Valþór Sigþórsson og bræðurnir Daníel og Grétar Einarssynir..

Úrslit í leikjum FH og Keflavíkur í efstu deild í Hafnarfirði hafa orðið þessi undanfarin ár:

2007 FH - Keflavík 3-2 Baldur Sigurðsson
Marco Kotilainen
2006 

FH - Keflavík

2-1 Sjálfsmark
2005

FH - Keflavík

2-0
2004

FH - Keflavík

1-1 Sjálfsmark
2002

FH - Keflavík

0-0
2001

FH - Keflavík

2-2 Guðmundur Steinarsson
Þórarinn Kristjánsson
1995

FH - Keflavík

2-2 Róbert Sigurðsson 2
1994

FH - Keflavík

2-1 Ragnar Margeirsson
1993

FH - Keflavík

5-1 Kjartan Einarsson
1989

FH - Keflavík

2-1 Kjartan Einarsson