FH - Keflavík á sunnudag kl. 17:00
Það verður væntanlega hörkuleikur í Kaplakrika sunnudaginn 19. september þegar FH og Keflavík mætast þar kl. 17:00. FH-ingar eiga í harðri baráttu við Breiðablik og ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn og þó okkar menn hafi ekki að miklu að keppa er ljóst að þeir munu gefa sig alla í þennan mikilvæga leik. Fyrir leikinn er Keflavík í 7. sæti deildarinnar með 27 stig en FH er í 3. sæti með 38 stig. Dómari leiksins verður gæðadrengurinn Gunnar Jarl Jónsson og aðstoðardómarar þeir Ólafur Ingvar Guðfinnsson og Frosti Viðar Gunnarsson. Jón Sigurjónsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Keflavík og FH hafa leikið 41 leik í efstu deild, þann fyrsta árið 1975. Keflavík hefur unnið 10 leiki, FH hefur unnið 17 en jafntefli hefur orðið í 14 leikjum. Markatalan er 54-62, FH-ingum í vil. Stærsti sigur Keflavíkur í leikjum liðanna er 6-1 sigur árið 1976 en stærsta tap gegn FH kom árið 1993 þegar FH vann 5-1 í Hafnarfirði. Sex leikmenn sem nú eru í leikmannahópi Keflavíkur hefur skorað gegn FH í efstu deild; Magnús Þorsteinsson hefur skorað fimm mörk, Guðmundur Steinarsson tvö og þeir Guðjón Antoníusson, Hólmar Örn Rúnarsson, Haukur Ingi Guðnason og Jóhann B. Guðmundsson hafa skorað eitt mark hver gegn FH.
Liðin hafa einnig mæst níu sinnum í bikarkeppni KSÍ, fyrst árið 1972 en síðast fyrr í sumar. Bæði lið hafa unnið fjóra leiki en einum lauk með jafntefli. Markatalan er 12-9 fyrir Keflavík. Guðmundur Steinarsson hefur gert tvö bikarmörk gegn FH-ingum og þeir Haraldur Freyr Guðmundsson, Paul McShane og Guðjón Árni Antoníusson eitt hver en Haraldur Freyr og Paul skoruðu einmitt í bikarleiknum gegn FH-ingum í sumar.
Liðin hafa mæst tvisvar í sumar á sitt hvorum vellinum þó báðir leikirnir væru heimaleikir okkar. Fyrst léku þau í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins á Njarðtaksvellinum í Njarðvík. FH vann 3-2 þar sem Haraldur Freyr Guðmundsson og Paul McShane skoruðu fyrir Keflavík en Ólafur Páll Snorrason, Tommy Nielsen og Atli Guðnason gerðu mörk FH-inga. Liðin léku síðan í Pepsi-deildinni á Sparisjóðsvellinum og gerðu þá 1-1 jafntefli. Guðmundur Steinarsson kom Keflavík yfir en Ólafur Páll Snorrason jafnaði fyrir FH en Tommy Nielsen misnotaði vítaspyrnu fyrir gestina.
Nokkur tengsl hafa verið milli Keflavíkur og FH í gegnum árin. Þess má geta að Albert Guðmundsson og sonur hans Ingi Björn þjálfuðu bæði liðin á sínum tíma. Meðal leikmanna sem hafa leikið fyrir bæði liðin eru Þorsteinn Bjarnason, Jón Þorgrímur Stefánsson, Kristján Hilmarsson, Valþór Sigþórsson og bræðurnir Daníel og Grétar Einarssynir.
Úrslit í leikjum FH og Keflavíkur í efstu deild í Hafnarfirði hafa orðið þessi undanfarin ár:
2009 | FH - Keflavík | 2-2 | Guðjón Árni Antoníusson Magnús Þorsteinsson | ||
2008 | FH - Keflavík | 3-2 | Magnús Þorsteinsson 2 | ||
2007 | FH - Keflavík | 3-2 | Baldur Sigurðsson Marco Kotilainen | ||
2006 |
FH - Keflavík |
2-1 | Sjálfsmark | ||
2005 |
FH - Keflavík |
2-0 | |||
2004 |
FH - Keflavík |
1-1 | Sjálfsmark | ||
2002 |
FH - Keflavík |
0-0 | |||
2001 |
FH - Keflavík |
2-2 | Guðmundur Steinarsson Þórarinn Kristjánsson | ||
1995 |
FH - Keflavík |
2-2 | Róbert Sigurðsson 2 | ||
1994 |
FH - Keflavík |
2-1 | Ragnar Margeirsson |