FH - Keflavík, Í KVÖLD kl. 21:00
Leik FH-inga og Keflavíkinga var aflýst vegna veðurs eftir að spilaðar höfðu verið 45 mínútur. Staðan í leiknum þá var 1-0 fyrir okkar mönnum sem voru sterkari aðilinn í þessum stutta leik. Það var Þorsteinn Georgsson sem hafði komið okkur yfir í leiknum með marki eftir horn. Ákveðinn hefur verið nýr leiktími á leiknum og verður hann spilaður í kvöld, sunnudag í Reykjaneshöllinni klukkan 21:00. Þess ber að geta að það eru ekki sömu reglur hér á Íslandi og annars staðar í Evrópu og þess vegna verður allur leikurinn spilaður upp á nýtt, en ekki það sem að eftir var af leiknum eins og tíðkast annars staðar.