Fréttir

Knattspyrna | 2. júní 2006

FH-Keflavík á mánudag

Keflvíkingar heimsækja FH-inga í Kaplakrika mánudaginn 5. júní  í Landsbankadeildinni og hefst leikurinn kl 20.00.  Þetta er leikur í fimmtu umferð Íslandsmótsins og hefur FH unnið alla sína leiki í deildinni til þessa og sitja í efsta sætinu.  Keflavík er í öðru sæti, 5 stigum á eftir FH.


Er ekki kominn tími á að stoppa þetta frábæra lið FH sem eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára?  Vissulega er FH liðið mjög gott og það erum við líka.  Keflavík mun leggja allt í sölurnar fyrir þennan leik og með hjálp stuðningsmanna okkar þá er allt hægt.  Hvað höfum við betra að gera á mánudaginn en að renna í Fjörðinn og hvetja okkar menn til sigurs í þessum mikilvæga leik?

Minni á upplýsingapakkann hjá ksi.is en þar er hægt að sjá síðustu viðureignir þessara liða og ýmsar aðrar upplýsingar.


Allir í Hafnarfjörðinn á mánudag.

ÁFRAM KEFLAVÍK!! 

 JÖA


Það var hart barist síðast...