Fréttir

Knattspyrna | 28. maí 2004

FH-Keflavík í kvöld

FH og Keflavík leika í kvöld í 3. umferð Landsbankadeildarinnar í Kaplakrika og hefst leikuirnn kl. 19:15.  Bæði lið hafa farið vel af stað í deildinni í sumar og því má búast við spennandi leik í kvöld.  Dómari leiksins verður Garðar Örn Hinriksson, aðstoðardómarar Sigurður Óli Þórleifsson og Einar Örn Daníelsson og eftirlitsmaður KSÍ er Jón Sigurjónsson.

Sjá upplýsingapakka um leikinn á heimasíðu KSÍ (pdf-skjal).

Keflavík og FH hafa leikið 28 leiki í efstu deild, þann fyrsta árið 1975.  Keflavík hefur unnið 7 leiki en FH 10 og 11 leikjum hefur lokið með jafntefli.  Markatalan er 40-41, FH-ingum í vil.  Stærsti sigur Keflavíkur var 6-1 sigur í Keflavík árið 1976 en stærsta tapið var 1-5 í Hafnarfirði árið 1993.  Þrír leikmenn sem nú leika með okkur hafa skorað gegn FH í efstu deild; Þórarinn Kristjánsson hefur skorað tvö mörk og Guðmundur Steinarsson og Magnús Þorsteinsson eitt hvor.

Keflavík hefur mætt FH í 7 bikarleikjum; hvort lið hefur sigrað í þremur leikjum en einum leik lauk með jafntefli.  Markatalan í bikarnum er 7-5 fyrir Keflavík.  Guðmundur Steinarsson á eitt bikarmark gegn FH.

Þess má geta að leikurinn í kvöld er 600. leikur Keflavíkur í efstu deild en sá fyrsti var árið 1958.  Af þessum 600 leikjum hefur Keflavík sigrað í 223, jafntefli hefur orðið í 156 leikjum en 220 hafa tapast.  Markatalan er 864-897.

(Heimild: Íslensk knattspyrna / Víðir Sigurðsson)